Fyrir ekki svo löngu greindi West Bromwich Albion frá því að kvennalið félagsins myndi hætta að leika í hvítum stuttbuxum vegna blæðinga leikmanna þess. Íþróttakonur hafa oft viðrað áhyggjur sínar af því að spila í hvítum stuttbuxum meðan þær eru á blæðingum.
Síðan West Brom tók þessa ákvörðun hafa bæði Stoke City og Livingston frá Skotlandi gert slíkt hið sama. Nú hefur Man City ákveðið að fara sömu leið. Félagið telur að með þessu muni leikmönnum líða betur á vellinum og geti þar af leiðandi spilað enn betur.
Eftir að ræða við leikmenn félagsins ákvað Man City í samráði við Puma að liðið myndi ekki leika í hvítum stuttbuxum frá og með næstu leiktíð.
They'll join several other clubs in helping to make players "feel more comfortable" while on their periods.
— BBC Sport (@BBCSport) October 26, 2022
More #BBCFootball
„Við höfum alltaf talað um að styðja við bakið á leikmönnum eftir bestu getu og reyna bæta kvennafótbolta á öllum getustigum. Ekki aðeins hjá þessu félagi heldur alls staðar. Ég tel að þetta sé eitthvað sem við þurfum að skoða svo við séum að bjóða þann stuðning sem leikmenn þurfa,“ sagði Gareth Taylor, þjálfari Manchester City um málið.