West Brom spilar venjulega í hvítum og dökkbláum treyjum og hvítum stuttbuxum. Eftir samtöl við leikmenn liðsins hefur verið ákveðið að það spili í dökkbláum stuttbuxum út þetta tímabil.
Íþróttakonur hafa oft viðrað áhyggjur sínar af því að spila í hvítum stuttbuxum meðan þær eru á blæðingum. Enska landsliðskonan Beth Mead vakti meðal annars máls á þessu á meðan Evrópumótinu í sumar stóð.
„Það er frábært að félagið styðji það að skipta um lit á stuttbuxunum,“ sagði Hannah George, fyrirliði West Brom. „Þessi breyting hjálpar okkur að einbeita okkur að frammistöðu okkar án þess að þurfa að hafa óþarfa áhyggjur.“