Erlent

Rottur þjálfaðar til þess að bjarga fólki eftir jarð­skjálfta

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá rottu sem verið er að þjálfa í að nema jarðsprengjur í Kambódíu.
Hér má sjá rottu sem verið er að þjálfa í að nema jarðsprengjur í Kambódíu. EPA/MAK REMISSA

Verið er að þjálfa rottur til þess að finna fólk sem festist í rústum eftir jarðskjálfta. Rotturnar eru þá látnar bera lítinn bakpoka sem dugi meðal annars sem einskonar staðsetningartæki.

Rotturnar eru sagðar henta einstaklega vel í verkefni sem þetta þar sem þær séu forvitnar og ævintýragjarnar að eðlisfari. Nú sé verið að þjálfa rotturnar til þess að finna eftirlifandi manneskjur í rústum jarðskjálfta, þjálfunin fari þó fram í einskonar hermi. Rotturnar hljóti þjálfun í að finna fólkið, toga í sveif og senda boð til björgunaraðila um staðsetningu sína. CNN greinir frá þessu.

Verkefnið er þróað af belgísku samtökunum APOPO og Tækniháskólanum í Eindhoven í Hollandi. Háskólinn sér um að þróa bakpokana en þeir muni vera útfærðir með myndavél, míkrófónum og staðsetningarbúnaði til þess að viðbragðsaðilar geti haft samskipti við fólkið sem rotturnar finna.

Hér má sjá rottu við þjálfun í Mósambík árið 2008 en verkfnið hefur verið lengi í þróun.EPA/PEDRO SA DA BANDEIRA

Á heimasíðu belgísku samtakanna má sjá þær mögu rottur sem samtökin þjálfa. Ekki er einungis verið að þjálfa rottur til þess að finna fólk í rústum eftir jarðskjálfta heldur einnig til þess að nema berkla og finna jarðsprengjur. Þetta geri rotturnar með einstaklega öflugu lyktarskyni sínu.

Umsjónaraðilar verkefnisins segi niðurstöður lofa góðu og rotturnar bregðist vel við vaxandi erfiðleika aðstæðnanna sem þær séu látnar fara í gegnum á meðan þjálfun stendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×