Tvö lík fundist eftir flugslysið undan strönd Kosta Ríka Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2022 08:40 Rainer Schaller stofnaði líkamsræktarstöðvakeðjuna McFit árið 1997. EPA Fimm þýskir ríkisborgarar og svissneskur flugmaður eru talin af eftir að flugvél fórst í Karíbahafi, undan strönd Kosta Ríka, á föstudaginn. Þýski auðjöfurinn Rainer Schaller, stofnandi líkamsræktarstöðvanna McFit, var um borð í vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur. Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Kosta Ríka hafa lík af einum fullorðnum og einu barni fundist í sjónum, nærri þeim stað þar sem brakið fannst. Leit stendur enn yfir á hafsvæði um 28 kílómetra frá Limon-flugvelli. Jorge Torres, ráðherra málefna almannavarna í Kosta Ríka, segir að svo virðist sem að vélin hafi skollið á yfirborð sjávar af miklum krafti. Vélin, sem var af gerðinni Piaggio P.180 Avanti, hvarf af ratsjám þegar hún var á leiðinni frá Palenque í Mexíkó til Limon-flugvallar í Kosta Ríka á föstudaginn. Talsmaður þýski líkamsræktarstöðvarkeðjunnar McFit, Jeanine Minaty, staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild, að Schaller, kærasta hans Christiane Schikorsky, og tvö börn þeirra hafi verið um borð í vélinni. Þar að auki hafi flugmaður og einn maður til viðbótar verið um borð. McFit er stærsta líkamsræktarstöðvarkeðja Þýskalandi og rekur rúmlega tvö hundruð slíkar stöðvar í Þýskalandi. Að auki eru reknar stöðvar undir merkjum McFit í Austurríki, Ítalíu, Póllandi og Spáni og eru meðlimir stöðvanna rúmlega 1,4 milljónir manna. Auðævi Schaller voru metin á rúmlega 250 milljónir evra árið 2019, um 35 milljarða íslenskra króna. Schaller var eigandi félags sem rak raftónlistarhátíðina Love Parade þar sem 21 gestur tróðst undir í Duisburg árið 2010. Eftir hátíðina tilkynnti Schaller að hátíðin yrði ekki haldin aftur.
Þýskaland Kosta Ríka Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Þýskur líkamsræktarfrömuður um borð í vélinni sem hvarf Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs. 22. október 2022 16:38