Erlent

Þýskur líkams­ræktar­frömuður um borð í vélinni sem hvarf

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Flugvélin er af sömu tegund og sú sem er á myndinni, Piaggio P.180 Avanti.
Flugvélin er af sömu tegund og sú sem er á myndinni, Piaggio P.180 Avanti. Getty/Gandolfo

Þýski líkamsræktarfrömuðurinn Rainer Schaller er talinn hafa verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gærkvöldi. Förinni var heitið frá Mexíkó til Kosta ríka. Yfirvöld telja sig hafa fundið flak vélarinnar í Karíbahafi en hættu við leit í gær vegna slæms veðurs.

Schaller er talinn hafa verið um borð ásamt eiginkonu og börnum. Hann er stofnandi RSG group sem á og rekur líkamsræktarkeðjurnar McFit, John Reed og Gold‘s Gym. Schaller er þar að auki framkvæmdastjóri McFit en líkamsræktarstöðvar keðjunnar eru um 250 talsins.

„Flak fannst í Karíbahafi, um tuttugu og átta kílómetra frá flugvellinum í Límón, sem talið er að sé flugvélin sem hvarf í gærkvöldi. Eins og er höfum við hvorki fundið lík né fólk á lífi,“ segir staðgengill öryggisráðherra Martin Arias samkvæmt Deutsche Welle.

Talsmaður McFit, fyrirtæki Schaller, staðfestir að hann hafi verið um borð í vélinni ásamt eiginkonu, Christiane Schikorsky, og börnum.

Flugvélin er af tegund Piaggio P.180 Avanti. Hún var yfir Karíbahafi, um 33 kílómetra frá landi, á leið til hafnarborgarinnar Limon í Kosta Ríka þegar samskipti við vélina rofnuðu. Vélin tók á loft frá Palenque, sem er vinsæl ferðamannaborg, og var á flugi í rúman tvo og hálfan tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×