Líkamsræktarstöðvar

„Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“
Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna.

Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp
Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum.

„Síðustu tíu árin hafa verið erfið“
Gurrý Torfadóttir einkaþjálfari segist innilega þakklát fyrir þann stað sem hún er á í dag eftir að hafa farið í gegnum mjög erfið ár í kjölfar skilnaðar og fyrirtækjareksturs í Covid.

Ráðinn framkvæmdastjóri Janusar heilsueflingar
Ragnar Örn Kormáksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Janusar heilsueflingar.

Fótboltinn víkur fyrir padel
Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní.

Með skottið fullt af próteini
Svavar Jóhannsson rekstrarmaður segist hafa þurft að hafa fyrir öllu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Svavar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, stofnaði verslun með fæðubótarefni fyrir 25 árum. Hann keyrði þrisvar í viku með skottið fullt af próteini til Reykjavíkur frá Akureyri samhliða vinnu og var með lager í bílskúrnum hjá ömmu sinni.

Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld
Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni.

Stytta skammarkrókinn til muna
Forsvarsmenn World Class hafa stytt skráningarbann í hóptíma í líkamsræktarstöðvum fyrirtækisins verulega. Bannið nær nú til þriggja daga en var áður átta dagar.

„Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“
„Þetta er ofbeldi sem mun alltaf fylgja mér og þetta er eitt af stærstu örunum sem ég er með á sálinni. En í dag veit ég að þessi ör munu gera mig enn sterkari og enn auðmjúkari en áður,“ segir Sævar Ingi Borgarsson fyrrum afreksíþróttmaður, líkamsræktarþjálfari og osteópati en líf hans umturnaðist fyrir tæpum tveimur árum.

„Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“
Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi en þess ber þó að geta að margir eru vangreindir og einkennalausir. Ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna á blóðtappa en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða. Þannig var það í tilfelli Mörthu Lind Róbertsdóttur, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum í lok ágúst árið 2023. Þriggja barna móðir sem lifði heilbrigðum lífsstíl og hafði aldrei kennt sér meins.

Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt beiðni forstjóra World Class um viðræður um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar á Heimaey. Bæjarstjóri segir beiðnina sönnun þess að Vestmannaeyjar séu spennandi kostur.

Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg
Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur segir of algengt að fólk taki sjálfsrækt alltof alvarlega og mikilvægari þættir sitji á hakanum. Þetta má heita óvænt útspil í þá þann mikla og árlega líkams- og sjálfsræktarham sem runnið hefur á landann eftir jól og áramót.

Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans
Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál.

Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan
Nú er nýtt ár farið af stað og margir mættir inn í líkamsræktarstöðvarnar til að taka af sér ofát hátíðanna og einnig byrja nýtt ár með stæl.

Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum
Benni Hemm Hemm & Kórinn standa fyrir tónleikum í líkamsræktarstöðinni Grandi 101 á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Hópurinn leggur undir sig spinninghjólin, upphífingarstangirnar og teygjusvæðið samhliða tónlistarflutningi.

Ragga Sveins snýr aftur til Íslands
Ragnhildur Sveinsdóttir, betur þekkt sem Ragga Sveins, mun snúa aftur til Íslands og starfa sem pilateskennari hjá Eldrún Pilates í byrjun desember.

„Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“
„Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær.

Bjóða upp á sértíma í líkamsrækt fyrir trans og kynsegin fólk
Hópur trans fólks, kynsegin, og fólks sem er að máta kynvitund sína stundar vikulega líkamsrækt saman á æfingastöð sem býður upp á búningsklefa fyrir öll kyn. Tilgangurinn með hóptímunum er að búa til öruggt rými fyrir hópana til að hreyfa sig og styrkja sig líkamlega.

ReebokFitness skiptir um nafn
Líkamsræktarstöðin ReebokFitness ætlar að breyta nafni sínu, en samstarfi þeirra við Reebok vörumerkið er lokið. Leit stendur yfir að nýju nafni. Stöðin hefur starfað frá árinu 2011.

Gjaldþrotið nam 780 milljónum króna
Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila.

Óvinnufær eftir harkalegt fall þegar strappur slitnaði
Líkamsræktarþjálfari á rétt á bótum frá tryggingafélaginu Sjóvá vegna slyss sem hann varð fyrir í æfingasal líkamsræktarstöðvar árið 2021 þar sem hann var yfirþjálfari. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem komst að þessari niðurstöðu.

Dulin blessun að missa Baðhúsið
Linda Pétursdóttir segist þakklát og glöð fyrir líf sitt og segist sjaldan hafa verið hamingjusamari eftir alls kyns erfiðleika í gegnum tíðina. Linda, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist komin á þann stað að vera raunverulega frjáls frá áliti annarra, en það hafi tekið langan tíma.

Hlustendaverðlaunin 2024: „Er Bent í alvörunni svona massaður?“
Það styttist óðfluga í Hlustendaverðlaunin 2024 sem fram fara næsta fimmtudag. Í tilefni af því fékk útvarpsmaðurinn Gústi B. rapparann knáa Bent með sér í ræktina. Þar sýndi Bent úr hverju hann er gerður í bekkpressu.

„Þessi mál koma okkur ekkert við“
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka.

Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu
Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu.

„Augnablikið til að kveðja hann var farið“
Gunnar Ársæll Ársælsson fyrrum afreksmaður í sundi og vaxtarrækt segir eina setningu frá dóttur sinni hafa gjörbreytt lífi sínu.

Braut tönn með skalla á líkamsræktarstöð í Reykjanesbæ
Karlmaður hlaut í síðustu viku tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás sem átti sér stað í líkamsræktarsal Sporthússins í Reykjanesbæ.

Missti aldrei stjórn á aðstæðum í baðstofunni
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið.

Góðkunningjum lögreglu vísað úr baðstofunni
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á laugardagsmorgun vegna sex einstaklinga karlmanna í baðstofunni í World Class í Laugum sem ónáðuðu aðra gesti. Félagarnir Björn Leifsson og Jóhannes Felixson, Jói Fel, brguðust við vandanum.

Sporthúsið býður íbúum aðgang að sturtu ókeypis
Sporthúsið í Reykjanesbæ hefur ákveðið að bjóða heitavatnslausum íbúum ókeypis í sturtu. Æfingaaðstaða þeirra er líka opin.