Íslenski boltinn

Jasmín og Katrín rifta samningi við Stjörnuna

Sindri Sverrisson skrifar
Stjarnan átti þrjá af fjórum markahæstu leikmönnum Bestu deildarinnar í sumar: Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur (9 mörk), Jasmín Erlu Ingadóttur (11 mörk) og Katrínu Ásbjörnsdóttur (9 mörk). Jasmín og Katrín hafa rift samningum sínum við félagið.
Stjarnan átti þrjá af fjórum markahæstu leikmönnum Bestu deildarinnar í sumar: Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur (9 mörk), Jasmín Erlu Ingadóttur (11 mörk) og Katrínu Ásbjörnsdóttur (9 mörk). Jasmín og Katrín hafa rift samningum sínum við félagið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Markadrottningin og nýja landsliðskonan Jasmín Erla Ingadóttir hefur rift samningi sínum við Stjörnuna og stefnir á atvinnumennsku. Katrín Ásbjörnsdóttir, sem varð þriðja markahæst í Bestu deildinni, hefur einnig nýtt ákvæði til að rifta samningi við félagið.

Samtals skoruðu þær Jasmín og Katrín 20 af 45 mörkum Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar og áttu risastóran þátt í því að liðið næði óvænt 2. sæti, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

Jasmín eignaðist barn í apríl í fyrra og meiddist svo um sumarið, en hefur átt sannkallað draumatímabil í ár eins og segir hér að ofan. 

Hún vann sér jafnframt sæti í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn við Portúgal um sæti á HM fyrr í þessum mánuði.

Í samtali við Vísi segist Jasmín, sem er 24 ára, nú búin að ráða umboðsmann með það í huga að komast í atvinnumennsku og horfir hún þar helst til Norðurlandanna, þó að hún sé opin fyrir öllu.

Katrín útilokar ekki að halda kyrru fyrir

Katrín Ásbjörnsdóttir segist í samtali við 433.is hafa rift samningi sínum við Stjörnuna en útilokar þó ekki að semja að nýju við félagið. 

Katrín skoraði 9 mörk í 16 deildarleikjum í sumar og hefur alls skorað 77 mörk í 172 leikjum í efstu deild á ferlinum. Þessi 29 ára sóknarmaður á að baki 19 A-landsleiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.