Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. október 2022 16:28 Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, segist hafa áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar. AP/Alberto Pezzali Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13 Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13
Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32