Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 18:46 Rekabi að klifra í Suður-Kóreu. AP/International Federation of Sport Climbing/Rhea Kang Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu. Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Tilkynningin kemur eftir að Rekabi er sögð hafa verið færð í íranska sendiráðið í Seúl, en það hafi verið gert til þess að hún yrði ekki fyrir áreiti vegna þess að hún hefði ekki borið höfuðklút á meðan keppni stóð. Áður kom fram að íranska sendiráðið í Seúl hefði rekið hana frá Suður-Kóreu en samkvæmt tilkynningu Rekabi á hún að vera á leið frá landinu með liði sínu, samkvæmt fyrir fram ákveðinni dagskrá. BBC greinir frá því að í tilkynningu íþróttakonunnar hafi komið fram að slæm tímasetning og óvænt ákvörðun um að hún skyldi klifra hafi valdið því að klúturinn hafi fallið af höfði hennar. Ekki eru allir sannfærðir um að tilkynningin komi frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar gefi til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. BBC segist hafa heimildir fyrir því að vegabréf og sími Rekabi hafi verið tekinn af henni, tveimur dögum fyrir áætlaða brottför hennar frá Suður-Kóreu. Rekabi var hampað af alþjóðasamfélaginu fyrir að hafa keppt án þess að bera höfuðklút í kjölfar mótmæla sem geisa nú í Íran vegna dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini. Amini lést í haldi siðgæðislögreglu Íran í september en hún var handtekin fyrir að bera höfuðklútinn ekki nógu vel. Amini er sögð hafa verið þekkt undir tveimur nöfnum, kúrdíska nafninu Jina og persneska nafninu Mahsa en kúrdísk nöfn séu ekki leyfð í Íran. Mótmælin vegna aðgerða siðgæðislögreglunnar hafa nú staðið yfir í mánuð og hafa konur brennt höfuðklúta sína á götum úti, þúsundir manna mótmælt og margir látið lífið í átökum við lögreglu.
Íran Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. 26. september 2022 19:45