Jökull framlengir í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 21:31 Samningurinn handsalaður. Stjarnan Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Frá þessu greindi félagið sjálft á samfélagsmiðlum sínum í dag. Jökull kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir yfirstandandi leiktíð en áður starfaði hann fyrir Breiðablik og Augnablik. Hefur Jökull verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar en nýverið fóru af stað orðrómar þess efnis að Jökull gæti tekið við KR ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. Halldór Árnason og Jökull Elisabetarson taka við KR eftir tímabilið.Heimavinna fer aldrei í helgarfrí.Góðar stundir. pic.twitter.com/cZEbgnUrIE— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2022 Stjarnan hefur nú kveðið þann orðróm í kút og staðfest að Jökull verði áfram í Garðabænum næstu árin. Ekki kemur þó fram um hversu langan samning er að ræða. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að endurnýja og framlengja samning okkar við Jökul sem deilir fullkomlega þeirri sýn sem unnið hefur verð eftir undanfarin ár. Sú staðreynd að félagið hefur nú gengið frá samning til næstu ára við hann í fullu starfi gerir okkur kleift að bæta innviði okkar á þeim sviðum sem við teljum mikilvægt í þeirri uppbyggingu sem við erum í,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má í heild hér að neðan. „Ég er gríðarlega ánægður að framlengja samning minn við Stjörnuna. Stjarnan er eitt allra mest spennandi félag landsins, með ótrúlega aðstöðu og frábæra stuðningsmenn. Nú þurfum við að leggja meira á okkur, allir sem koma að liðinu og leikmenn. Við ætlum að þróa lið sem vinnur titla og ég er mjög spenntur að fara á fullt í þeirri vinnu með liðið,“ segir Jökull jafnframt. Gengi Stjörnunnar hefur verið upp og ofan í sumar en liðið seldi einn af bestu mönnum sínum, Óla Val Ómarsson, til Svíþjóðar um mitt sumar og þá hefur þeirra helsti markaskorari, Emil Atlason, verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur vegna meiðsla. Stjarnan er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar með 34 stig að loknum 25 umferðum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Jökull kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir yfirstandandi leiktíð en áður starfaði hann fyrir Breiðablik og Augnablik. Hefur Jökull verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar en nýverið fóru af stað orðrómar þess efnis að Jökull gæti tekið við KR ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. Halldór Árnason og Jökull Elisabetarson taka við KR eftir tímabilið.Heimavinna fer aldrei í helgarfrí.Góðar stundir. pic.twitter.com/cZEbgnUrIE— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2022 Stjarnan hefur nú kveðið þann orðróm í kút og staðfest að Jökull verði áfram í Garðabænum næstu árin. Ekki kemur þó fram um hversu langan samning er að ræða. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að endurnýja og framlengja samning okkar við Jökul sem deilir fullkomlega þeirri sýn sem unnið hefur verð eftir undanfarin ár. Sú staðreynd að félagið hefur nú gengið frá samning til næstu ára við hann í fullu starfi gerir okkur kleift að bæta innviði okkar á þeim sviðum sem við teljum mikilvægt í þeirri uppbyggingu sem við erum í,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má í heild hér að neðan. „Ég er gríðarlega ánægður að framlengja samning minn við Stjörnuna. Stjarnan er eitt allra mest spennandi félag landsins, með ótrúlega aðstöðu og frábæra stuðningsmenn. Nú þurfum við að leggja meira á okkur, allir sem koma að liðinu og leikmenn. Við ætlum að þróa lið sem vinnur titla og ég er mjög spenntur að fara á fullt í þeirri vinnu með liðið,“ segir Jökull jafnframt. Gengi Stjörnunnar hefur verið upp og ofan í sumar en liðið seldi einn af bestu mönnum sínum, Óla Val Ómarsson, til Svíþjóðar um mitt sumar og þá hefur þeirra helsti markaskorari, Emil Atlason, verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur vegna meiðsla. Stjarnan er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar með 34 stig að loknum 25 umferðum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira