Guardiola virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af: „Þetta er Anfield“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 20:00 Pep var ekki sáttur. EPA-EFE/PETER POWELL Pep Guardiola var virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af liði hans í 1-0 tapi Manchester City gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Phil Foden skoraði snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af. Mohamed Salah skoraði síðar í leiknum það sem reyndist sigurmarkið. Pep ræddi við fjölmiðla eftir leikinn og ljóst var að hann var ekki ánægður með frammistöðu Anthony Taylor dómara í dag. Hann hrósaði þó liði sínu fyrir spilamennsku þess í leiknum. „Hvernig við spiluðum, frammistaðan í dag, hugrekkið sem við sýndum: Það var frábært. Eins og svo oft áður þá enda hlutirnir svona hér. Þeir öskra og við þurfum að öskra meira, þeir hlaupa og við þurfum að hlaupa meira. Annars er það ómögulegt en okkur tókst það. Á endanum er þetta fótbolti,“ sagði Spánverjinn að leik loknum. Um markið sem dæmt var af „Þetta er Anfield. Dómarinn ræddi við mig og aðstoðarmenn mína fyrir leik og sagði að hann myndi ekki dæma nema það væri augljóst brot. Hann lét leikinn alltaf halda áfram nema þegar við skoruðum, þá var leiknum ekki leyft að halda áfram,“ sagði Pep en í rauninni var leiknum leyft að halda áfram. Taylor dæmdi svo markið af eftir að sjá það aftur í VAR-sjánni. „Þegar ég kem hingað þá stendur „Þetta er Anfield.“ Í mörg ár hef ég komið hingað. Við töpuðum vegna þess að við gerðum mistök gegn frábæru liði. En í dag var það alltaf „spilið áfram“ nema þegar við skorum, þá var ekki spilað áfram. Það er sannleikurinn, það er raunveruleikurinn.“ Að lokum var Pep spurður út í smápeningana sem var hent í áttina að honum úr stúkunni. „Þeir munu standa sig betur næst, þeir hittu mig ekki í dag.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. 16. október 2022 19:31 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Pep ræddi við fjölmiðla eftir leikinn og ljóst var að hann var ekki ánægður með frammistöðu Anthony Taylor dómara í dag. Hann hrósaði þó liði sínu fyrir spilamennsku þess í leiknum. „Hvernig við spiluðum, frammistaðan í dag, hugrekkið sem við sýndum: Það var frábært. Eins og svo oft áður þá enda hlutirnir svona hér. Þeir öskra og við þurfum að öskra meira, þeir hlaupa og við þurfum að hlaupa meira. Annars er það ómögulegt en okkur tókst það. Á endanum er þetta fótbolti,“ sagði Spánverjinn að leik loknum. Um markið sem dæmt var af „Þetta er Anfield. Dómarinn ræddi við mig og aðstoðarmenn mína fyrir leik og sagði að hann myndi ekki dæma nema það væri augljóst brot. Hann lét leikinn alltaf halda áfram nema þegar við skoruðum, þá var leiknum ekki leyft að halda áfram,“ sagði Pep en í rauninni var leiknum leyft að halda áfram. Taylor dæmdi svo markið af eftir að sjá það aftur í VAR-sjánni. „Þegar ég kem hingað þá stendur „Þetta er Anfield.“ Í mörg ár hef ég komið hingað. Við töpuðum vegna þess að við gerðum mistök gegn frábæru liði. En í dag var það alltaf „spilið áfram“ nema þegar við skorum, þá var ekki spilað áfram. Það er sannleikurinn, það er raunveruleikurinn.“ Að lokum var Pep spurður út í smápeningana sem var hent í áttina að honum úr stúkunni. „Þeir munu standa sig betur næst, þeir hittu mig ekki í dag.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. 16. október 2022 19:31 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. 16. október 2022 19:31