Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 19:31 Þjálfari Liverpool var ekki sáttur með dómarana þó lið hans hafi unnið. Laurence Griffiths/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. „Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
„Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira