Erlent

Fjöru­tíu látin og ellefu á spítala eftir námu­slys í Tyrk­landi

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Viðbragðsaðilar eru sagðir hafa unnið við slysstað í alla nótt.
Viðbragðsaðilar eru sagðir hafa unnið við slysstað í alla nótt. Getty/dia images

Fjörutíu eru nú sögð látin eftir námuslys sem varð í Tyrklandi í gær. Um 110 manns hafi verið í námunni þegar sprenging átti sér stað. Orsök slyssins er enn sögð óljós, þó er talið að um metan sprengingu hafi verið að ræða.

Sprengingin varð í kolanámu í norðanverðu Tyrklandi, í hafnarbænum Amasra við Svartahaf. Hún er sögð hafa orðið við vinnu á hættulegra svæði í 300 metra dýpi en um helmingur þeirra sem var í námunni þegar sprengingin varð hafi verið staðsettur á sviðuðum slóðum. Þessu greinir BBC frá.

Fjölskyldur námumannanna biðu á svæðinu eftir að slysið varð.Getty/Anadolu Agency

Greint hefur verið frá því að búið sé að bjarga 58 manns úr námunni en björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í alla nótt. Meira en tugur námumanna sitji enn fastur.

Margir þeirra sem hafi komist lífs af séu mikið slasaðir og ellefu á sjúkrahúsi.

Forseti Tyrklands, Erdogan, hefur þegar heimsótt slysstað. 

Samkvæmt CNN er þetta ekki í fyrsta sinn sem mannskætt námuslys verður í Tyrklandi en það mannskæðasta í sögu landsins hafi verið árið 2014 í bænum Soma. Þá létust 301 einstaklingur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×