Evrópuráðsþingið hvetur ríki til að skilgreina Rússlandsstjórn sem hryðjuverkastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2022 14:06 Í dag er dagur varna í Úkraínu þar sem þeirra sem fallið hafa í innrás Rússa í landið er minnst. Hér heiðra hermenn í Kænugarði hina föllnu. AP/Jean-Francois Badias Úkraínuforseti segir mikilvægt að þing Evrópuráðsins hafi skilgreint ríkisstjórn Rússlands sem hryðjuverkastjórn. Þingmaður Pírata segir aðildarríki Evrópuráðsins þar með hvött til að gera hið sama og virkja lög ríkjanna um varnir gegn hryðjuverkum gagnvart Rússlandi. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19
Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16
Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30