Íslenski boltinn

Besti þátturinn: Steindi Jr. fór á kostum gegn Víkingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingarnir Tómas Þór Þórðarson og Logi Tómasson mættu Hildi Karítas Gunnarsdóttur og Steinda jr. frá Aftureldingu.
Víkingarnir Tómas Þór Þórðarson og Logi Tómasson mættu Hildi Karítas Gunnarsdóttur og Steinda jr. frá Aftureldingu. besta deildin

Afturelding og Víkingur áttust við í sjöttu viðureign Besta þáttarins sem nú er komin út. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

Jón Ragnar Jónsson, söngvari og fyrrum Íslandsmeistari með FH, stýrir þættinum en í honum svara liðin spurningum um sitt félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.

Fulltrúar Aftureldingar í Besta þættinum að þessu sinni voru Steindi jr. og Hildur Karítas Gunnarsdóttir. Þau öttu kappi við Víkingana Loga Tómasson og Tómas Þór Þórðarson.

Besta þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Besti þátturinn - Afturelding gegn Víkingi

Tengdar fréttir

Besti þátturinn: Ásthildur tók skóna fram

Fimmta viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

Besti þátturinn: Skot Bjarna Ben söng í samskeytunum

Fjórða viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

Stórkostleg frammistaða í Besta þættinum

Fulltrúar ÍBV og Leiknis úr Breiðholti áttust við í bráðfjörugri keppni í nýjasta þætti Besta þáttarins sem nú er hægt að sjá hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×