Veður

Gular við­varanir norðan­lands um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar taka gildi á morgun.
Viðvaranirnar taka gildi á morgun. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Norðurlandi eystra um helgina vegna hvassrar norðanáttar og ofankomu.

Viðvaranirnar taka gildi á morgun laugardag, og gilda fram á sunnudag.

Gular viðvaranir:

Vestfirðir: Hvöss norðanátt með ofankomu.

  • 15. okt. kl. 11 til 16. okt. kl 12. Norðan og norðaustan 13-20 m/s með slyddu eða snjókomu. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám.

Strandir og Norðurland vestra: Hvöss norðanátt með ofankomu

  • 15. okt. kl. 13 til 16. okt. kl. 14. Norðan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám.

Norðurland eystra: Allhvöss norðanátt með ofankomu

  • 15. okt. kl. 18 til 16. okt. kl. 14. Norðan 13-18 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×