FH-ingar með húmorinn að vopni inn í helgina: „Breytum Keflavík í Kaplakrika“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 11:01 Matthías Vilhjálmsson fagna einu af þremur mörkum sínum í síðasta leik á móti Leikni. Vísir/Diego FH-ingar komust upp úr fallsæti með sigri á Leikni um síðustu helgi en eru þó hvergi nærri sloppnir. Fram undan er útileikur í Keflavík og þegar FH-ingar hafa ferðast út fyrir Hafnarfjörð í sumar þá hefur ekki verið von á góðu. FH-liðið hefur ekki unnið einn einasta útileik í deildinni í Bestu deildinni í sumar og er eina liðið í deildinni sem hefur ekki náð því. Tólf leikir og samtals þrjú stig og sex skoruð mörk. Stigin komu í jafnteflum á Akranesi, í Vesturbænum og upp í Efra-Breiðholti. FH hefur aðeins skorað á 180 mínútna fresti í útileikjum sínum og markatalan er fjórtán mörk í mínus. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Þetta er ekki falleg upptalning fyrir FH-inga en þeir eru með lausnina fyrir leikinn í Keflavík á morgun. Húmorinn er enn á sínum stað þrátt fyrir dramatískt og erfitt vonbrigðartímabil eins og sést í færslu á Instagram síðu FH-inga. „Látum strákunum líða eins og heima hjá sér. Breytum Keflavík í Kaplakrika á laugardaginn,“ segir í færslunni og með henni er mynd af Keflavíkurvellinum þar sem er búið að bæta inn á mörgum kennileitum úr Hafnarfirði. Nú er að sjá hvort FH-ingum takist að „plata“ sína menn en það þarf alla vega eitthvað að breytast hjá liðinu utan 220 því næstu tveir leikir eru á útivelli. Besta deild karla FH Keflavík ÍF Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
FH-liðið hefur ekki unnið einn einasta útileik í deildinni í Bestu deildinni í sumar og er eina liðið í deildinni sem hefur ekki náð því. Tólf leikir og samtals þrjú stig og sex skoruð mörk. Stigin komu í jafnteflum á Akranesi, í Vesturbænum og upp í Efra-Breiðholti. FH hefur aðeins skorað á 180 mínútna fresti í útileikjum sínum og markatalan er fjórtán mörk í mínus. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Þetta er ekki falleg upptalning fyrir FH-inga en þeir eru með lausnina fyrir leikinn í Keflavík á morgun. Húmorinn er enn á sínum stað þrátt fyrir dramatískt og erfitt vonbrigðartímabil eins og sést í færslu á Instagram síðu FH-inga. „Látum strákunum líða eins og heima hjá sér. Breytum Keflavík í Kaplakrika á laugardaginn,“ segir í færslunni og með henni er mynd af Keflavíkurvellinum þar sem er búið að bæta inn á mörgum kennileitum úr Hafnarfirði. Nú er að sjá hvort FH-ingum takist að „plata“ sína menn en það þarf alla vega eitthvað að breytast hjá liðinu utan 220 því næstu tveir leikir eru á útivelli.
Besta deild karla FH Keflavík ÍF Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira