„Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 19:30 Arnar Grétarsson mun taka við þjálfun Vals að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét „Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn