143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2022 07:11 Atkvæðagreiðslan fór fram í gær. AP/Bebeto Matthews 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. Aðeins fimm ríki greiddu atkvæði á móti tillögunni; Rússland, Hvíta - Rússland, Norður - Kórea, Sýrland og Níkaragva. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá, þeirra á meðal Kína, Indland, Suður - Afríka og Pakistan. Geng Shuang, einn fulltrúa Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði Kínhverja hafa setið hjá þar sem þeim þætti tillagan ekki líkleg til að stuðla að friði í Úkraínu. Úkraínumenn voru að vonum ánægðir með stuðninginn og Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti tísti í kjölfarið að heimsbyggðin hefði fellt sinn dóm; tilraunir Rússa til að innlima svæði í Úkraínu hefðu enga þýðingu og yrðu aldrei viðurkenndar af frjálsum þjóðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði niðurstöðuna senda skýr skilaboð til Moskvu. Öllum væri ljóst hvað væri undir í átökunum í Úkraínu og skilaboð ríkja heims væru skýr; Rússar gætu ekki þurrkað fullvalda ríki af kortinu, gætu ekki breytt landamærum með valdi né lagt annað land undir sig sem sitt eigið. Grateful to 143 states that supported historic #UNGA resolution "Territorial integrity of Ukraine: defending the principles of the UN Charter". The world had its say - RF s attempt at annexation is worthless & will never be recognized by free nations. will return all its lands pic.twitter.com/FupYPfZz8M— (@ZelenskyyUa) October 12, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Aðeins fimm ríki greiddu atkvæði á móti tillögunni; Rússland, Hvíta - Rússland, Norður - Kórea, Sýrland og Níkaragva. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá, þeirra á meðal Kína, Indland, Suður - Afríka og Pakistan. Geng Shuang, einn fulltrúa Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði Kínhverja hafa setið hjá þar sem þeim þætti tillagan ekki líkleg til að stuðla að friði í Úkraínu. Úkraínumenn voru að vonum ánægðir með stuðninginn og Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti tísti í kjölfarið að heimsbyggðin hefði fellt sinn dóm; tilraunir Rússa til að innlima svæði í Úkraínu hefðu enga þýðingu og yrðu aldrei viðurkenndar af frjálsum þjóðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði niðurstöðuna senda skýr skilaboð til Moskvu. Öllum væri ljóst hvað væri undir í átökunum í Úkraínu og skilaboð ríkja heims væru skýr; Rússar gætu ekki þurrkað fullvalda ríki af kortinu, gætu ekki breytt landamærum með valdi né lagt annað land undir sig sem sitt eigið. Grateful to 143 states that supported historic #UNGA resolution "Territorial integrity of Ukraine: defending the principles of the UN Charter". The world had its say - RF s attempt at annexation is worthless & will never be recognized by free nations. will return all its lands pic.twitter.com/FupYPfZz8M— (@ZelenskyyUa) October 12, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira