Erlent

143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Atkvæðagreiðslan fór fram í gær.
Atkvæðagreiðslan fór fram í gær. AP/Bebeto Matthews

143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu.

Aðeins fimm ríki greiddu atkvæði á móti tillögunni; Rússland, Hvíta - Rússland, Norður - Kórea, Sýrland og Níkaragva. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá, þeirra á meðal Kína, Indland, Suður - Afríka og Pakistan.

Geng Shuang, einn fulltrúa Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði Kínhverja hafa setið hjá þar sem þeim þætti tillagan ekki líkleg til að stuðla að friði í Úkraínu.

Úkraínumenn voru að vonum ánægðir með stuðninginn og Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti tísti í kjölfarið að heimsbyggðin hefði fellt sinn dóm; tilraunir Rússa til að innlima svæði í Úkraínu hefðu enga þýðingu og yrðu aldrei viðurkenndar af frjálsum þjóðum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði niðurstöðuna senda skýr skilaboð til Moskvu. Öllum væri ljóst hvað væri undir í átökunum í Úkraínu og skilaboð ríkja heims væru skýr; Rússar gætu ekki þurrkað fullvalda ríki af kortinu, gætu ekki breytt landamærum með valdi né lagt annað land undir sig sem sitt eigið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×