Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 21:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmir árásir Rússa. Getty/Somodevilla Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina síðan í júní. Sprengjur lentu í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. Að minnsta kosti 11 létust og á sjöunda tug særðust í eldflaugaárásunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Volodímír Selenskí forseta Úkraínu vegna árásanna og segir Bandaríkjamenn ætla að aðstoða Úkraínu við loftvarnir. Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir dagsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann við meginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði við CNN í dag að hann vissi ekki hver stæði á bak við sprenginguna á Kertsj: „Við munum ekki láta deigan síga. Við munum halda áfram að frelsa landsvæði í Úkraínu hvað sem [Pútín] gerir. Þetta er stríð um sjálfstæði og tilverurétt Úkraínumanna. Þetta er stríð fyrir grundvallarmannréttindum og alþjóðlegum lýðræðisreglum. Pútín má gefa í, hann má reyna, en við munum halda áfram að berjast. Við munum sigra,“ sagði Kuleba. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina síðan í júní. Sprengjur lentu í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. Að minnsta kosti 11 létust og á sjöunda tug særðust í eldflaugaárásunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Volodímír Selenskí forseta Úkraínu vegna árásanna og segir Bandaríkjamenn ætla að aðstoða Úkraínu við loftvarnir. Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir dagsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann við meginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði við CNN í dag að hann vissi ekki hver stæði á bak við sprenginguna á Kertsj: „Við munum ekki láta deigan síga. Við munum halda áfram að frelsa landsvæði í Úkraínu hvað sem [Pútín] gerir. Þetta er stríð um sjálfstæði og tilverurétt Úkraínumanna. Þetta er stríð fyrir grundvallarmannréttindum og alþjóðlegum lýðræðisreglum. Pútín má gefa í, hann má reyna, en við munum halda áfram að berjast. Við munum sigra,“ sagði Kuleba.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22