Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 10. október 2022 14:55 Það mátti sjá rústir og rusl á götum úti eftir sprengingar morgunsins í Kænugarði en viðbragðsaðilar mættu á svæðið. Getty/Ed Ram Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. Rússar beindu loftskeytum að Úkraínu í morgun en höfuðborg landsins, Kænugarður hefur ekki orðið fyrir sprengingum sem þessum um nokkurt skeið. Viðbrögðin frá alþjóðasamfélaginu vegna sprenginganna hafa ekki látið á sér standa en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Einnig hefur forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel kallað árásir Rússa stríðsglæp. Guardian greinir frá. Russia s horrendous attacks against Kyiv and other cities across #Ukraine show the desperation of the Kremlin.These indiscriminate attacks on civilians are war crimes.Committed to supporting Ukraine & holding Russian regime accountable we ll address this with @G7 partners.— Charles Michel (@CharlesMichel) October 10, 2022 Einnig hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres sagt sprengingarnar vera „óásættanlega stigmögnun á átökunum og eins og alltaf bitnar það mest á almennum borgurum." Sprengingarnar sagði Pútín hafa verið árás á hina ýmsu innviði Úkraínu en sprengingarnar hafa einnig verið gagnrýndar verulega fyrir hvert þeim var beint. Loftskeyti lentu á fjölförnum stöðum, rétt hjá háskólum og leikvöllum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sendi frá sér myndband fyrr í dag þar sem það virðist freista þess að benda á alla þá staði sem ekki falli undir orku-, samskipta- og hernaðarinnviði sem Rússar segist hafa ráðist á. We know that the entire free world supports us. And we know that the entire free world will help us stop these bloodthirsty and reckless terrorists. Terrorists operating under the guise of a state. #russiaisaterroriststate pic.twitter.com/q38vafFCct— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 10, 2022 Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen hefur einnig lýst yfir óánægju sinni vegna verknaðarins í myndbandi sem tekið er við landamæri Eistlands og Rússlands með forsætisráðherra Eistlands Kaja Kallas. Í myndbandinu segir von der Leyen, „Rússland hefur einu sinni enn sýnt hvað það stendur fyrir, það eru ógn og grimmd. Þeir sem standa fyrir þessu þurfa að bera ábyrgð á jörðum sínum.“ My message with @vonderleyen at the Narva border crossing, with Russia on the other side:The best way to be with #Ukraine right now is to speed up our support. Russia's targets are civilians. Ukraine needs air defence systems to protect its people.We #StandWithUkraine. pic.twitter.com/yk7HxhwZZY— Kaja Kallas (@kajakallas) October 10, 2022 Loftskeyti Rússa eru einnig sögð hafa lent á þýska sendiráðinu í Kænugarði ásamt því að lenda rétt hjá rúmenska sendiráðinu. I strongly condemn RU missile strikes against civilian objectives in #Kyiv's centre &other cities, in blatant violation of int'l humanitarian law, resulting in loss of human lives. Glad that the personnel of RO Embassy is safe, even if one strike hit only 850m away of its HQ.— Bogdan Aurescu (@BogdanAurescu) October 10, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Pútín segir sprengingarnar svar við árásinni á Kertsj-brúna Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Rússar beindu loftskeytum að Úkraínu í morgun en höfuðborg landsins, Kænugarður hefur ekki orðið fyrir sprengingum sem þessum um nokkurt skeið. Viðbrögðin frá alþjóðasamfélaginu vegna sprenginganna hafa ekki látið á sér standa en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Einnig hefur forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel kallað árásir Rússa stríðsglæp. Guardian greinir frá. Russia s horrendous attacks against Kyiv and other cities across #Ukraine show the desperation of the Kremlin.These indiscriminate attacks on civilians are war crimes.Committed to supporting Ukraine & holding Russian regime accountable we ll address this with @G7 partners.— Charles Michel (@CharlesMichel) October 10, 2022 Einnig hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres sagt sprengingarnar vera „óásættanlega stigmögnun á átökunum og eins og alltaf bitnar það mest á almennum borgurum." Sprengingarnar sagði Pútín hafa verið árás á hina ýmsu innviði Úkraínu en sprengingarnar hafa einnig verið gagnrýndar verulega fyrir hvert þeim var beint. Loftskeyti lentu á fjölförnum stöðum, rétt hjá háskólum og leikvöllum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sendi frá sér myndband fyrr í dag þar sem það virðist freista þess að benda á alla þá staði sem ekki falli undir orku-, samskipta- og hernaðarinnviði sem Rússar segist hafa ráðist á. We know that the entire free world supports us. And we know that the entire free world will help us stop these bloodthirsty and reckless terrorists. Terrorists operating under the guise of a state. #russiaisaterroriststate pic.twitter.com/q38vafFCct— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 10, 2022 Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen hefur einnig lýst yfir óánægju sinni vegna verknaðarins í myndbandi sem tekið er við landamæri Eistlands og Rússlands með forsætisráðherra Eistlands Kaja Kallas. Í myndbandinu segir von der Leyen, „Rússland hefur einu sinni enn sýnt hvað það stendur fyrir, það eru ógn og grimmd. Þeir sem standa fyrir þessu þurfa að bera ábyrgð á jörðum sínum.“ My message with @vonderleyen at the Narva border crossing, with Russia on the other side:The best way to be with #Ukraine right now is to speed up our support. Russia's targets are civilians. Ukraine needs air defence systems to protect its people.We #StandWithUkraine. pic.twitter.com/yk7HxhwZZY— Kaja Kallas (@kajakallas) October 10, 2022 Loftskeyti Rússa eru einnig sögð hafa lent á þýska sendiráðinu í Kænugarði ásamt því að lenda rétt hjá rúmenska sendiráðinu. I strongly condemn RU missile strikes against civilian objectives in #Kyiv's centre &other cities, in blatant violation of int'l humanitarian law, resulting in loss of human lives. Glad that the personnel of RO Embassy is safe, even if one strike hit only 850m away of its HQ.— Bogdan Aurescu (@BogdanAurescu) October 10, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39 Pútín segir sprengingarnar svar við árásinni á Kertsj-brúna Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10. október 2022 12:39
Pútín segir sprengingarnar svar við árásinni á Kertsj-brúna Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“