Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 14:04 Karlmenn gráta fyrir utan Kanjuruhan-völlinn í Malang þar sem á annað hundrað manns fórust um síðustu helgi. AP/Dicky Bisinglasi Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. Greining Washington Post, sem byggist meðal annars á myndefni frá troðningnum á Kanjuruhan-vellinum, vitnisburðum sjónarvotta og áliti sérfræðinga í stjórnun mannfjölda, bendir til þess að það hafi verið harkaleg viðbrögð lögreglu sem ollu uppþoti í suðurenda vallarins. Eftir að hundruð áhorfenda hlupu inn á völlinn skutu lögreglumenn að minnsta kosti fjörutíu táragashylkjum inn í mannfjöldann á um tíu mínútna tímabili. Áhorfendur streymdu þá að útgöngum en hundruð tróðust undir í ringulreiðinni sem skapaðist. Fólk ýmist tróðst undir þvögunni eða kramdist upp við veggi og málmhlið vegna þess að sumir útgangarnir voru lokaðir. Notkun lögreglunnar á táragasi er sögð hafa verið í trássi við verklagsreglur hennar sjálfrar og alþjóðlegra öryggistilmæla fyrir knattspyrnuleiki. Forseti Indónesíu hefur skipað fyrir um rannsókn á harmleiknum. Hann hefur staðfest frásagnir vitna um að áhorfendur hafi sums staðar komið að læstum hliðum sem hafi aukið enn á glundroðann. Yfirmaður lögreglunnar í Malang og níu undirmenns hans voru reknir vegna aðkomu sinnar að málinu á miðvikudag og átján lögreglumenn eru til rannsóknar. AP-fréttastofan segir að þrír lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar verði ákærðir vegna dauða áhorfendanna. Á meðal þeirra eru yfirmaður indónesísku knattspyrnudeildarinnar og öryggisstjóri vallarins. Á meðal þess 131 sem stjórnvöld hafa staðfest að hafi látist voru fjörutíu börn. Mannréttindasamtök telja að tala látinna gæti náð tvö hundruð þegar uppi er staðið. Indónesía Fótbolti Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Greining Washington Post, sem byggist meðal annars á myndefni frá troðningnum á Kanjuruhan-vellinum, vitnisburðum sjónarvotta og áliti sérfræðinga í stjórnun mannfjölda, bendir til þess að það hafi verið harkaleg viðbrögð lögreglu sem ollu uppþoti í suðurenda vallarins. Eftir að hundruð áhorfenda hlupu inn á völlinn skutu lögreglumenn að minnsta kosti fjörutíu táragashylkjum inn í mannfjöldann á um tíu mínútna tímabili. Áhorfendur streymdu þá að útgöngum en hundruð tróðust undir í ringulreiðinni sem skapaðist. Fólk ýmist tróðst undir þvögunni eða kramdist upp við veggi og málmhlið vegna þess að sumir útgangarnir voru lokaðir. Notkun lögreglunnar á táragasi er sögð hafa verið í trássi við verklagsreglur hennar sjálfrar og alþjóðlegra öryggistilmæla fyrir knattspyrnuleiki. Forseti Indónesíu hefur skipað fyrir um rannsókn á harmleiknum. Hann hefur staðfest frásagnir vitna um að áhorfendur hafi sums staðar komið að læstum hliðum sem hafi aukið enn á glundroðann. Yfirmaður lögreglunnar í Malang og níu undirmenns hans voru reknir vegna aðkomu sinnar að málinu á miðvikudag og átján lögreglumenn eru til rannsóknar. AP-fréttastofan segir að þrír lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar verði ákærðir vegna dauða áhorfendanna. Á meðal þeirra eru yfirmaður indónesísku knattspyrnudeildarinnar og öryggisstjóri vallarins. Á meðal þess 131 sem stjórnvöld hafa staðfest að hafi látist voru fjörutíu börn. Mannréttindasamtök telja að tala látinna gæti náð tvö hundruð þegar uppi er staðið.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira