Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. október 2022 10:35 Mette Frederiksen mun koma með yfirlýsingu klukkan 13. EPA Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að blaðamannafundi Frederiksen lauk. Að neðan má sjá upprunalegu fréttina: Fredriksen hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu að íslenskum tíma. Efni fundarins hefur ekki verið gefið upp en búist er við því að hún muni boða til kosninga, líkt og hún hefur gefið í skyn. Danskir fjölmiðlar segja líklegt að kosningarnar verði haldnar fyrir 6. nóvember. Í yfirlýsingu frá danska forsætisráðuneytinu segir að forsætisráðherrann muni koma með yfirlýsingu og að ekki standi til að svara spurningum blaðamanna að því loknu. Danska þingið var sett í gær og fyrir stefnuræðu forsætisráðherrans hafði frjálslyndi miðjuflokkurinn Radikale Venstre sett forsætisráðherranum þá afarkosti að boða strax til þingkosninga eða að vantrauststillaga yrði lögð fram. Radikale Venstre, sem er einn af stuðningsflokkur ríkisstjórnar Frederiksen, hefur gagnrýnt forsætisráðherrann harðlega vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lóga öllum minkum í landinu til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi ekki staðist lög. Þingkosningar eiga lögum samkvæmt að fara fram í Danmörku í síðasta lagi fyrir 3. júní á næsta ári, en forsætisráðherra getur flýtt kosningum standi vilji til þess. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Boðaði ekki til þingkosninga Danska þingið var sett í morgun eftir sumarhlé en fyrirfram bjuggust margir við að forsætisráðherrann Mette Frederiksen myndi nýta tækifærið í stefnuræðu sinni og boða til þingkosninga. Ekkert varð þó úr því. 4. október 2022 12:32 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að blaðamannafundi Frederiksen lauk. Að neðan má sjá upprunalegu fréttina: Fredriksen hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu að íslenskum tíma. Efni fundarins hefur ekki verið gefið upp en búist er við því að hún muni boða til kosninga, líkt og hún hefur gefið í skyn. Danskir fjölmiðlar segja líklegt að kosningarnar verði haldnar fyrir 6. nóvember. Í yfirlýsingu frá danska forsætisráðuneytinu segir að forsætisráðherrann muni koma með yfirlýsingu og að ekki standi til að svara spurningum blaðamanna að því loknu. Danska þingið var sett í gær og fyrir stefnuræðu forsætisráðherrans hafði frjálslyndi miðjuflokkurinn Radikale Venstre sett forsætisráðherranum þá afarkosti að boða strax til þingkosninga eða að vantrauststillaga yrði lögð fram. Radikale Venstre, sem er einn af stuðningsflokkur ríkisstjórnar Frederiksen, hefur gagnrýnt forsætisráðherrann harðlega vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lóga öllum minkum í landinu til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi ekki staðist lög. Þingkosningar eiga lögum samkvæmt að fara fram í Danmörku í síðasta lagi fyrir 3. júní á næsta ári, en forsætisráðherra getur flýtt kosningum standi vilji til þess.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Boðaði ekki til þingkosninga Danska þingið var sett í morgun eftir sumarhlé en fyrirfram bjuggust margir við að forsætisráðherrann Mette Frederiksen myndi nýta tækifærið í stefnuræðu sinni og boða til þingkosninga. Ekkert varð þó úr því. 4. október 2022 12:32 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Boðaði ekki til þingkosninga Danska þingið var sett í morgun eftir sumarhlé en fyrirfram bjuggust margir við að forsætisráðherrann Mette Frederiksen myndi nýta tækifærið í stefnuræðu sinni og boða til þingkosninga. Ekkert varð þó úr því. 4. október 2022 12:32