Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2022 08:42 Eldflaugarnar eru sagðar vera svar við eldflaug Norður-Kóreu frá því í gær. Getty Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. Í gær skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug 4.500 kílómetra leið og hrapaði síðan ofan í Kyrrahafið. Eldflaugin flaug yfir Japan en talið er að Norður-Kóreumenn hafi viljað sýna hvers þeir eru megnugir. Skotið átti sér stað innan við sólarhring eftir að Suður-Kórea, Bandaríkin og Japan tilkynntu að ríkin væru að vinna saman í að styrkja bandalag sitt. Fyrst um sinn svöruðu Bandaríkin og Suður-Kórea fyrir sig með því að æfa hvernig ætti að varpa sprengjum úr flugvél. Síðan í gærkvöldi greindi CNN frá því að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið frá Suður-Kóreu sem hluti af sameiginlegum æfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Herinn neyddist til að biðjast afsökunar á einni eldflauganna. Íbúar borgarinnar Gangneung á austurströnd Suður-Kóreu vöknuðu í nótt við sprengingu og sáu eldsvoða. Herinn útskýrði atvikið ekki fyrr en sjö tímum síðar og baðst þá afsökunar. Flaugin hafði farið á loft en hrapað örskömmu síðar. Herinn kvaðst hafa átt að láta íbúa borgarinnar vita hvað hefði verið á seyði fyrr. Í samtali við BBC segja nokkrir íbúar borgarinnar að þeir hafi átt erfitt með svefn eftir atvikið. An explosion near Gangneung last night caused a social media storm in South Korea. Zero media reports or emergency alerts, raising suspicions of a cover up, a jet crash, or a missile launch.It turns out it was the latter, gone very wrong.pic.twitter.com/AjT6dHPcYL— Raphael Rashid (@koryodynasty) October 5, 2022 Suður-Kórea Norður-Kórea Japan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Í gær skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug 4.500 kílómetra leið og hrapaði síðan ofan í Kyrrahafið. Eldflaugin flaug yfir Japan en talið er að Norður-Kóreumenn hafi viljað sýna hvers þeir eru megnugir. Skotið átti sér stað innan við sólarhring eftir að Suður-Kórea, Bandaríkin og Japan tilkynntu að ríkin væru að vinna saman í að styrkja bandalag sitt. Fyrst um sinn svöruðu Bandaríkin og Suður-Kórea fyrir sig með því að æfa hvernig ætti að varpa sprengjum úr flugvél. Síðan í gærkvöldi greindi CNN frá því að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið frá Suður-Kóreu sem hluti af sameiginlegum æfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Herinn neyddist til að biðjast afsökunar á einni eldflauganna. Íbúar borgarinnar Gangneung á austurströnd Suður-Kóreu vöknuðu í nótt við sprengingu og sáu eldsvoða. Herinn útskýrði atvikið ekki fyrr en sjö tímum síðar og baðst þá afsökunar. Flaugin hafði farið á loft en hrapað örskömmu síðar. Herinn kvaðst hafa átt að láta íbúa borgarinnar vita hvað hefði verið á seyði fyrr. Í samtali við BBC segja nokkrir íbúar borgarinnar að þeir hafi átt erfitt með svefn eftir atvikið. An explosion near Gangneung last night caused a social media storm in South Korea. Zero media reports or emergency alerts, raising suspicions of a cover up, a jet crash, or a missile launch.It turns out it was the latter, gone very wrong.pic.twitter.com/AjT6dHPcYL— Raphael Rashid (@koryodynasty) October 5, 2022
Suður-Kórea Norður-Kórea Japan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira