Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 22:00 Donald Trump vill meina að hann hafi verið í fullum rétti að taka með sér þúsundir skjala úr Hvíta húsinu, jafnvel þau sem voru kyrfilega merkt sem leyniskjöl. AP/Chris Seward Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51