Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 16:30 Margrét Lára Viðarsdóttir vill að Eyjamenn búi til betri aðstöðu til að æfa fótbolta að vetri til. Samanburðurinn sé ekki góður við lið á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sport Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda. Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó