Erlent

Strauk úr stofufangelsi og sögð á flótta með 11 ára dóttur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í Rússlandi segist ekki ætla að láta hræða sig til að hætta að mótmæla stríðinu í Úkraínu.
Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í Rússlandi segist ekki ætla að láta hræða sig til að hætta að mótmæla stríðinu í Úkraínu. AP/Alexander Zemlianichenko

Rússnesk yfirvöld hafa lýst eftir Marinu Ovsyannikovu, fyrrverandi ritstjóra, eftir að hún slapp úr stofufangelsi. Hún er nú sögð vera á flótta ásamt 11 ára dóttur sinni.

Ovsyannikova var í ágúst síðastliðnum ákærð fyrir að brjóta gegn nýjum og umdeildum lögum sem kveða á um allt að fimmtán ára fangelsisdóm fyrir að „dreifa falsfréttum um rússneska herinn.“

Ovsyannikova vakti heimsathygli í mars þegar hún mótmælti innrás Rússa í beinni útsendingu. Í fréttaútsendingu kom hún sér fyrir á bakvið sjónvarpsfréttaþul og hélt uppi kröfuspjaldi þar sem hún mótmælti innrásinni.

Að því er fram kemur í frétt Guardian mótmælti Ovsyannikova innrásinni líka við Kreml og í færslum á samfélagsmiðlum. Hún sagði Pútín Rússlandsforseta vera morðingja, hermenn rússneska hersins fasista og að í Úkraínu væru börn myrt.

Hún sætti stofufangelsi á meðan réttarhalda var beðið. Að sögn fyrrverandi eiginanns Ovsyannikovu lagði hún á flótta með ellefu ára dóttur þeirra en hann starfar hjá ríkisfréttamiðlinum RT.


Tengdar fréttir

Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla

Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×