Íslenski boltinn

Nikolaj Hansen: „Gerist ekki betra en þetta"

Hjörvar Ólafsson skrifar
NIkolaj Hansen fagnar hér sigurmarkinu í leiknum. 
NIkolaj Hansen fagnar hér sigurmarkinu í leiknum.  Vísir/Hulda Margrét

Nikolaj Hansen reyndist hetja Víkings þegar liðið lagði FH að velli í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta í spennuþrungnum leik á Laugardalsvelli í dag. 

„Að skora mörk og vinna titla er það skemmtilegasta sem fótboltamaður gerir þannig að það gerist ekki betra en þetta. Þetta var gríðarlega spennandi leikur og það er ánægjulegt að hafa getað haft áhrif á leikinin eftir að ég kom inná," sagði Nikolaj sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Víkings. 

Fyrra mark danska sóknarmannsins virtist ætla að vera sigurmark undir lok venjulegs leiktíma en það seinna tryggið svo Víkingi bikarmeistaratitilinn þriðja skiptið í röð. 

„Það er gríðarlega erfitt að sitja á varamannabekknum í svona mikilvægum og jöfnum leik. Það var því góð tilfinning að koma inná og geta lagt mitt af mörkum og látið til mín taka. 

Ég er ofboðslega sáttur og það er yndislegt að fagna þessum áfanga með svona mörgum stuðningsmönnum Víkings," sagði framherjinn enn fremur.  

Vísir/Hulda MargrétFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.