Íslenski boltinn

Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins"

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir endaði glæsilegan feril sinn á viðeigandi hátt. 
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir endaði glæsilegan feril sinn á viðeigandi hátt.  Vísir/Diego

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 

„Ég var búinn að ákveða þetta fyrir þó nokkru síðan og var því búinn að undirbúa mig fyrir þetta. Þrátt fyrir það var það mjög skrýtin tilfinning að fara útaf og hafa spilað mínar síðustu mínútur á ferlinum.

Þetta er tilfinningarík stund og það bærast miklar tilfinningar í brjósti mínu þessa stundina," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals, sem leggur skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil. 

„Það er hins vegar frábært að enda þetta á svona góðu tímabili þar sem við vinnum tvöfalt og að lokaleiknum ljúki með því að við lyftum skildinum á loft. 

Þetta var frábært tímabil þrátt fyrir vonbrigðin í Meistaradeildinni í vikunni," sagði miðjumaðarinn öflugi sem vann fjóra stóra titla eftir að hún gekk til liðs við Val árið 2019. 

„Ég ætla bara að njóta þess að ljúka leikmannaferlinum næstu dagana og fagna þessum titli. Svo sé ég til hvað ég geri hvað fótboltann varðar. Ég mun gera eitthvað fótboltatengt áfram. Það kemur svo bara í ljós í hvaða formi það verður," sagði hún um framaldið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×