Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 14:07 Handklæði með myndum af Lula da Silva (t.v.) og Jair Bolsonaro (t.h.) til sölu í Brasiliu, höfuðborg Brasilíu. Þeir eru einu frambjóðendurnir sem eiga möguleika á að komast í aðra umferð forsetakosninganna ef marka má kannanir. AP/Eraldo Peres Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda. Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56