Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 14:07 Handklæði með myndum af Lula da Silva (t.v.) og Jair Bolsonaro (t.h.) til sölu í Brasiliu, höfuðborg Brasilíu. Þeir eru einu frambjóðendurnir sem eiga möguleika á að komast í aðra umferð forsetakosninganna ef marka má kannanir. AP/Eraldo Peres Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda. Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56