Íslenski boltinn

Fór á námskeið til að læra að tala við stelpur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Stjörnunnar tala vel um Kristján Guðmundsson, þjálfara liðsins.
Leikmenn Stjörnunnar tala vel um Kristján Guðmundsson, þjálfara liðsins. vísir/hulda margrét

Ánægja er með störf Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni. Hann leitaði sér aðstoðar við samskipti við leikmenn.

Tveir markahæstu leikmenn Bestu deildar kvenna, þær Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í síðasta þætti Bestu upphitunarinnar í sumar. Þar ræddu þær meðal annars um baráttu þeirra um markakóngstitilinn, gengi Stjörnunnar í sumar og Kristján. Þær bera honum vel söguna en neituðu því ekki að hann væri örlítið sérstakur.

„Hann á sín augnablik og bullar mikið,“ sagði Jasmín hlæjandi. „En hann er mjög skilningsríkur, búinn að bæta sig í samskiptum og ná gríðarlega langt í því þessi fjögur ár.“

„Hann fór á eitthvað námskeið til að læra að tala við stelpur,“ bætti Gyða við.

Klippa: Besta upphitunin 18. umferð

Kristján er á sínu fjórða tímabili með Stjörnuna sem er í kjörstöðu til að ná 2. sæti deildarinnar og komast þar með í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili.

Stjarnan tekur á móti Keflavík í lokaumferð Bestu deildarinnar á morgun og svo lengi sem liðið nær sömu úrslitum eða betri en Breiðablik gegn Selfossi endar það í 2. sætinu.

Bestu upphitunina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×