„Væru allir að skammast og kvarta ef Vanda hefði ekki hringt í Heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 08:25 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur stutt dyggilega við bakið á Arnari Þór Viðarssyni, jafnvel þótt hún hafi haft samband við Heimi Hallgrímsson. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson sér ekkert athugavert við að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi rætt við Heimi Hallgrímssyni um möguleikann á að taka við íslenska karlalandsliðinu. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn