„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2022 13:31 Tónlistargoðsögnin Elton John hreifst af Sean Dyche hjá Watford. epa/Hugo Marie Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins. Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford. England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira