Villa-maður gagnrýnir sjónvarpsmann fyrir að hlutgera kærustu sína sem leikur líka með Villa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2022 08:01 Alisha Lehmann og Douglas Luiz á góðri stundu. instagram-síða alishu lehmann Douglas Luiz, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, hefur gagnrýnt brasilískan sjónvarpsmann harðlega fyrir að hlutgera kærustu hans, fótboltakonuna Alishu Lehmann, sem leikur einnig með Villa. Milton Neves, 71 árs sjónvarpsmaður í Brasilíu, deildi myndbandi á Twitter af Lehmann þar sem hún fagnar marki með því hoppa og snúa sér svo við. Í myndbandinu virðist einblínt á rass Lehmanns og það endar með spurningu hvort einhver hafi tekið eftir því hvaða númer var aftan á treyju hennar. Neves deildi myndbandinu með orðunum „horfið og tjáið ykkur“. Færslunni hefur nú verið eytt. Luiz var ekki sáttur við þessa nálgun Neves og sagði hann hlutgera Lehmann. „Þú ert gamall, búinn að vera lengi í fótbolta og birtir myndband þar sem kvennabolti og leikmaðurinn, sem er einnig kærasta mín, eru vanvirt. Þú hefur ekki lært hvað virðing er. Þetta er kjaftæði,“ skrifaði Luiz á Twitter. Você já velho, anos no futebol e posta um vídeo que não respeita o futebol feminino e nem a própria jogadora que ainda por cima é minha namorada. não aprendeu o que é respeito é sacanagem! https://t.co/2qfvck6Aij— Douglas Luiz (@dgoficial) September 27, 2022 Markið sem Lehmann fagnaði í myndbandinu kom í 4-3 sigri Villa á Manchester City í 1. umferð ensku ofurdeildarinnar. Hún hefur leikið með Villa frá því í fyrra. Hin 23 ára Lehmann hefur leikið 34 leiki með svissneska landsliðinu og skorað sjö mörk. Þau Luiz hafa verið saman frá því á síðasta ári. Hann hefur leikið með Villa undanfarin þrjú ár. Luiz hefur leikið níu landsleiki fyrir Brasilíu og var í brasilíska liðinu sem varð Ólympíumeistari 2020. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Milton Neves, 71 árs sjónvarpsmaður í Brasilíu, deildi myndbandi á Twitter af Lehmann þar sem hún fagnar marki með því hoppa og snúa sér svo við. Í myndbandinu virðist einblínt á rass Lehmanns og það endar með spurningu hvort einhver hafi tekið eftir því hvaða númer var aftan á treyju hennar. Neves deildi myndbandinu með orðunum „horfið og tjáið ykkur“. Færslunni hefur nú verið eytt. Luiz var ekki sáttur við þessa nálgun Neves og sagði hann hlutgera Lehmann. „Þú ert gamall, búinn að vera lengi í fótbolta og birtir myndband þar sem kvennabolti og leikmaðurinn, sem er einnig kærasta mín, eru vanvirt. Þú hefur ekki lært hvað virðing er. Þetta er kjaftæði,“ skrifaði Luiz á Twitter. Você já velho, anos no futebol e posta um vídeo que não respeita o futebol feminino e nem a própria jogadora que ainda por cima é minha namorada. não aprendeu o que é respeito é sacanagem! https://t.co/2qfvck6Aij— Douglas Luiz (@dgoficial) September 27, 2022 Markið sem Lehmann fagnaði í myndbandinu kom í 4-3 sigri Villa á Manchester City í 1. umferð ensku ofurdeildarinnar. Hún hefur leikið með Villa frá því í fyrra. Hin 23 ára Lehmann hefur leikið 34 leiki með svissneska landsliðinu og skorað sjö mörk. Þau Luiz hafa verið saman frá því á síðasta ári. Hann hefur leikið með Villa undanfarin þrjú ár. Luiz hefur leikið níu landsleiki fyrir Brasilíu og var í brasilíska liðinu sem varð Ólympíumeistari 2020.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira