Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 19:52 Blaðamannafundurinn í kvöld var haldinn í tilefni af því að Eystrasaltsgasleiðslan var opnuð. Hún tengir Noreg við Danmörku og Pólland í þeim tilgangi að minnka nauðsyn ríkjanna til að flytja inn gas frá Rússlandi. Sean Gallup/Getty Images Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. „Það er mat yfirvalda að um vísvitandi aðgerðir sé að ræða. Þetta er ekki slys,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Danska ríkisútvarpið greinir frá. Tvær sprengingar greindust í gær á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar þrjú göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Danir birtu í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Frederiksen sagði á blaðamannafundinum að dönsk yfirvöld litu atvikið alvarlegum augum, staðan væri eins alvarleg og hún gæti orðið. Þó ætlaði hún ekki að fara út í getgátur um það hver gæti staðið að baki sprengingunum. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundinum að ekki hafi enn verið haft samband við Rússa vegna málsins en í dag hafa verið uppi getgátur um að þeir gætu borið ábyrgð á sprengingunum. Frederiksen bætti við að danir hefðu hækkað viðbúnaðarstig vegna nálægðar lekanna við Borgundarhólm. þrátt fyrir að ekki væri talið að íbúum eyjarinnar stafi hætta af lekunum. Dan Jørgensen loftslags-, orku- og birgðaráðherra útskýrði á fundinum að leiðslurnar tvær liggi á sjötíu til níutíu metra dýpi, séu tólf sentímetrar á þykkt, og samanstandi af stáli og steypu. „Þetta þýðir að ekki hefur verið um slys af völdum akkeris eða álíka að ræða,“ sagði hann. Danmörk Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
„Það er mat yfirvalda að um vísvitandi aðgerðir sé að ræða. Þetta er ekki slys,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Danska ríkisútvarpið greinir frá. Tvær sprengingar greindust í gær á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar þrjú göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Danir birtu í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Frederiksen sagði á blaðamannafundinum að dönsk yfirvöld litu atvikið alvarlegum augum, staðan væri eins alvarleg og hún gæti orðið. Þó ætlaði hún ekki að fara út í getgátur um það hver gæti staðið að baki sprengingunum. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundinum að ekki hafi enn verið haft samband við Rússa vegna málsins en í dag hafa verið uppi getgátur um að þeir gætu borið ábyrgð á sprengingunum. Frederiksen bætti við að danir hefðu hækkað viðbúnaðarstig vegna nálægðar lekanna við Borgundarhólm. þrátt fyrir að ekki væri talið að íbúum eyjarinnar stafi hætta af lekunum. Dan Jørgensen loftslags-, orku- og birgðaráðherra útskýrði á fundinum að leiðslurnar tvær liggi á sjötíu til níutíu metra dýpi, séu tólf sentímetrar á þykkt, og samanstandi af stáli og steypu. „Þetta þýðir að ekki hefur verið um slys af völdum akkeris eða álíka að ræða,“ sagði hann.
Danmörk Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira