Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 07:32 Þúsundur hafa komið saman á götum Tókýó til að mótmæla hinni opinberu útför. AP Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins. Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins.
Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07