Erlent

Kveikti í sér til að mót­mæla ríkis­út­för Abe

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn er á áttræðisaldri en hann er sagður vera enn á lífi.
Maðurinn er á áttræðisaldri en hann er sagður vera enn á lífi. EPA/Jiji

Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna.

Abe var skotinn til bana í júlí á þessu ári er hann hélt ræðu í borginni Nara í vesturhluta Japan. Sama dag játaði Tetsuya Yamagami að hafa myrt Abe en hann taldi forsætisráðherrann fyrrverandi tengjast trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot.

Kannanir í Japan hafa sýnt fram á það að meirihluti íbúa landsins eru á móti ríkisútförum vegna hás kostnaðar þeirra.

Maðurinn sem kveikti í sér er enn á lífi en ekki er vitað meira um líðan hans. Í rauninni er lítið vitað um hann þessa stundina nema það að hann er á áttræðisaldri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.