Þúsundum stolinna listaverka hefur ekki verið skilað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. september 2022 07:54 Prado-safnið í Madrid Carlos Alvarez/Getty Images Stærsta listasafn Spánar viðurkennir að á safninu sé að finna meira en 60 listaverk sem einræðisstjórn Francos stal af réttmætum eigendum þeirra. Hundruð stolinna listaverka eru enn á söfnum í eigu ríkisins. El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað. Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað.
Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira