Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 11:30 Ferli Mistar Edvardsdóttur er líklega lokið en hún fær nýtt hlutverk á næstu dögum. stöð 2 Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira