Enski boltinn

Stuðningsmenn West Ham oftast teknir fastir | Manchester-liðin þar á eftir

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stuðningsmenn West Ham hafa verið bresku lögreglunni mest til ama.
Stuðningsmenn West Ham hafa verið bresku lögreglunni mest til ama. Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images

Ólæti fótboltaáhorfenda hafa verið mikið til umræðu á Englandi eftir að takmörkunum sökum kórónuveirufaraldursins var lyft. Bresk stjórnvöld í samstarfi við knattspyrnuyfirvöld stefna á aðgerðir til að takast á við vandamálið.

Á meðal fyrstu skrefa í átakinu sem stefnt er að var greining á vandamálinu. Þau gögn hafa verið gerð breskum fjölmiðlum opinber þar sem sjá má stuðningsmenn hvaða liða voru mest til vandræða á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn West Ham United frá Lundúnum tróna á toppnum þegar kemur að handtökum, með 95 talsins. Manchester City er í öðru sæti með 76 handtökur en stuðningsmenn Manchester United voru handteknir 72 sinnum.

Stuðningsmenn Leicester City eru í fjórða sæti með 59 handtökur og þeir sem styðja Everton voru handteknir 58 sinnum. Flest tilfellin hjá Everton voru vegna hlaupa inn á völlinn, 13 af þeim 58, en líklegt má þykja að allar 13 hafi verið á sama leiknum þegar þúsundir hlupu inn á Goodison Park, heimavöll Everton, eftir sigur liðsins á Crystal Palace í vor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.