Enski boltinn

Vieira sparkaði í stuðnings­mann E­ver­ton eftir leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Vieira, knattspyrnustjóri  Crystal Palace, hafði í nóg að snúast á hliðarlínunni í gærkvöldi en hér forðar hann sér frá því að lenda á Jeffrey Schlupp sem hafði dottið fyrir framan hann.
Patrick Vieira, knattspyrnustjóri  Crystal Palace, hafði í nóg að snúast á hliðarlínunni í gærkvöldi en hér forðar hann sér frá því að lenda á Jeffrey Schlupp sem hafði dottið fyrir framan hann. Getty/Visionhaus

Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, var þekktur fyrir að láta finna fyrir sér sem leikmaður en í gær virðist hann því miður hafa rifjað upp góðu gömlu dagana.

Vieira missti stjórn á sér í leikslok á Goodison Park eftir að Crystal Palace missti niður 2-0 forystu og tapaði leiknum 3-2 fyrir Everton. Everton liðið bjargaði sér frá falli með þessum sigri og stuðningsmennirnir streymdu inn á völlinn við lokaflautið.

Leikmenn og starfsmenn liðanna þurfa að ganga yfir allan völlinn til að komst til búningsklefanna og Vieira var því fljótt umkringdur kappsömum og hoppandi glöðum stuðningsmönnum Everton liðsins.

Það lítur út fyrir að einhver þeirri hafi náð að kveikja á stuttum þræði Frakkans því myndband sýnir Vieira snúa sér við og sparka í þennan stuðningsmann. Myndbandið er hér fyrir neðan.

Stuðningsmaðurinn var með síma á lofti og væntanlega að taka upp myndband af svekktur stjóra um leið og hann gerði örugglega allt sitt til að fá viðbrögð frá ranska stjóranum.  Patrick reynir að grípa símann áður en hann sparkar í stuðningsmanninn þannig að hann fellur til jarðar.

„Ég hef ekkert að segja um það,“ sagði Patrick Vieira eftir leik þegar blaðamenn spurðu hann út í atvikið.

„Ég finn til með Patrick, Ég náði ekki til hans í leikslok því þá hefði ég getað sagt: Komdu með okkur þó að hann hefði kannski ekki viljað það,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×