Íslenski boltinn

Stúkan: „Það verður spenna, sér­stak­lega í neðri hlutanum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það verður hart barist á botni deildarinnar næstu vikurnar.
Það verður hart barist á botni deildarinnar næstu vikurnar. Vísir/Diego

Í Stúkunni á laugardagskvöld fór Gummi Ben yfir fyrirkomulag úrslitakeppninnar í Bestu deild karla í fótbolta. Verður þetta í fyrsta sinn sem slíkt fyrirkomulag er prófað í efstu deild.

Vísir hefur áður farið ofan í saumana á úrslitakeppninni og hvernig hún virkar. Stúkan ákvað að gera hið sama enda lauk hefðbundinni deildarkeppni á laugardaginn var. Breiðablik er sem stendur með átta stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan FH og ÍA sitja í neðstu tveimur sætunum.

Félög í efstu sex sætum deildarinnar

 • Einföld umferð.
 • Fimm leikir á félag.
 • Liðin taka öll stig úr hefðbundinni deildarkeppni með sér.
 • Skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið enda í Evrópusæti.
 • Liðin í 1. til 3. sæti fá þrjá heimaleiki á meðan liðin í 4. til 6. sæti fá tvo heimaleiki. 
 • Breiðablik, Víkingur og KA spila þrjá heimaleiki, og tvo útileiki.
 • Valur, KR og Stjarnan spila tvo heimaleiki, og þrjá útileiki.

Félögin í neðstu sex sætunum

 • Einföld umferð.
 • Fimm leikir á félag.
 • Liðin taka öll stig úr hefðbundinni deildarkeppni með sér.
 • Skorið úr um hvaða lið falla.
 • Fram, Keflavík og ÍBV með „heimavallarréttinn.“ 
 • Leiknir Reykjavík, FH og ÍA spila því aðeins tvo heimaleiki en þrjá útileiki. 

Sérfræðingarnir spenntir

„Mjög vel. Geggjað að það séu fleiri leikir eftir og frábært að fá svona nýtt „format“ og prófa þetta. Mjög spennandi,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur, um nýtt fyrirkomulag deildarinnar.

„Það verður spenna, sérstaklega í neðri hlutanum,“ bætti Reynir Leósson við. Sjá má innslag Stúkunnar í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Stúkan: Farið yfir fyrirkomulag úrslitakeppninnar í Bestu deild karlaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.