Enski boltinn

Sol­skjær sagði Man United að festa kaup á Håland þegar hann var enn í Mold­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erling Braut Håland í leik með Molde árið 2018.
Erling Braut Håland í leik með Molde árið 2018. EPA-EFE/Svein Ove Ekornesvag

Ole Gunnar Solskjær ráðlagði sínu fyrrum félagi Manchester United að kaupa framherjann Erling Braut Håland þegar hann var nýbúinn að brjótast fram á sjónvarsviðið með Molde í Noregi.

Solskjær þjálfaði Molde þegar Håland braut sér leið inn í aðallið félagsins. The Athletic greinir frá að þjálfarinn hafi reynt að fá sitt fyrrum félag til að festa kaup á leikmanninum strax árið 2017. Solskjær hringdi í sinn fyrrum liðsfélaga Nicky Butt, þáverandi yfirmann yngri liða Man Utd, og lét hann vita af norska undrabarninu.

Man United ákvað að gera ekkert í málinu og fór Håland til Red Bull Salzburg árið 2019 en sama ár tók Solskjær við Man United. Árið 2020 var Håland aftur falur og þó Solskjær hafi viljað fá leikmanninn þá fór hann á endanum til Borussia Dortmund.

Það var svo síðasta sumar sem Håland kom loks til Manchester en þó ekki United heldur City. Þar hefur hann smollið líkt og flís við rass skoraði hann til að mynda sigurmark Man City gegn hans fyrrum félögum í Dortmund á miðvikudagskvöld.

Samkvæmt heimildum The Athletic þá var Håland líka á lista hjá Liverpool, Arsenal sem og öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert þeirra ákvað þó að stíga skrefið til fullnustu og fá liðin nú heldur betur að borga fyrir það er þau sjá Norðmanninn raða inn mörkum hvern leikinn á fætur öðrum.


Tengdar fréttir

Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum

Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld.

Haaland ekki meðal tíu bestu í tölvuleiknum

Einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er í hópi fjögurra bestu knattspyrnumannanna í nýjustu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum sem kemur út í lok mánaðarins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.