Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 09:31 Erling Haaland skorar hér markið stórglæsilega. Getty Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. Það var nóg um að vera í Meistaradeildinni og má þar nefna óvænt jafntefli Chelsea gegn Salzburg í fyrsta leiknum undir stjórn Grahams Potter, mikið vítadrama í Skotlandi og frumraun hins 19 ára Ísaks Bergmanns Jóhannessonar í sterkustu félagsliðakeppni heims. Þá skoruðu Messi, Neymar og Mbappé allir fyrir PSG í Ísrael. Úrslitin í gær: AC Milan 3-1 Dinamo Zagreb Shaktar 1-1 Celtic Rangers 0-3 Napoli Chelsea 1-1 Salzburg Real Madrid 2-0 Leipzig Man. City 2-1 Dortmund FCK 0-0 Sevilla Juventus 1-2 Benfica Maccabi Haifa 1-3 PSG Stórleikur kvöldsins var í Manchester þar sem heimamenn unnu 2-1 sigur gegn Dortmund. Jude Bellingham kom Dortmund yfir með frábæru skallamarki og lengi vel virtist það ætla að duga Dortmund. John Stones jafnaði hins vegar metin með þrumuskoti utan teigs, þegar tíu mínútur voru eftir. Þá var enn tími fyrir Erling Haaland til að skora stórbrotið sigurmark eftir fyrirgjöf frá Joao Cancelo en báðar spyrnurnar voru utanfótar. Haaland fagnaði þó ekki markinu, gegn sínu gamla liði. Klippa: Hápunktar úr leik Man. City og Dortmund Chelsea náði aðeins 1-1 jafntefli við austurríska liðið Salzburg, eftir tap gegn Dinamo Zagreb í fyrsta leik. Raheem Sterling kom Chelsea yfir með snotru marki en Salzburg jók á vandræði Chelsea með jöfnunarmarki Noah Okafor korteri fyrir leikslok. Ekki beinlínis úrslitin sem Graham Potter vildi í fyrsta leik sínum sem stjóri Chelsea. Klippa: Hápunktar úr leik Chelsea og Salzburg Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK og Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður, en engum tókst að skora þegar liðið gerði jafntefli við Sevilla á Parken. Þrjú góð færi litu þó dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Klippa: Hápunktar úr leik FCK og Sevilla Real Madrid var lengi að skora gegn Leipzig en að lokum unnu meistararnir 2-0 sigur. Federico Valverde og Marco Asensio skoruðu mörk Real en það seinna var afar snoturt. Klippa: Hápunktar úr leik Real Madrid og Leipzig Juventus tapaði gegn Benfica á heimavelli, 2-1. Arkadiusz Milik kom Juventus yfir með skalla en Benfica jafnaði metin úr vítaspyrnu Joao Mario og komst yfir snemma í seinni hálfleik eftir þunga sókn, með marki David Neres. Bremer fékk dauðafæri til að tryggja Juventus stig í lokin en skaut yfir. Klippa: Hápunktar úr leik Juventus og Benfica AC Milan vann Dinamo Zagreb 3-1. Olivier Giroud kom AC Milan yfir undir lok fyrri hálfleiks, með marki úr vítaspyrnu, og Alexis Saelemaekers bætti við skallamarki í byrjun seinni hálfleiks. Mislav Orsic gaf Dinamo von en Tommaso Pobega innsiglaði sigur Milan með föstu skoti í slá og inn. Klippa: Hápunktar úr leik AC Milan og Dinamo Zagreb Það var nóg að gerast í leik Rangers og Napoli þar sem gestirnir unnu þó að lokum 3-0 sigur. Napoli fékk víti eftir klukkutíma leik, spyrnu sem þurfti svo að endurtaka, en í bæði skiptin varði Allan McGregor í marki Rangers sem þó missti þá James Sands af velli með rautt spjald. McGregor náði hins vegar ekki að verja víti skömmu síðar þegar Matteo Politano kom Napoli yfir, og varamennirnir Giacomo Raspadori og Tanguy Ndombélé innsigluðu svo sigur Napoli í lokin. Klippa: Hápunktar úr leik Rangers og Napoli Shaktar Donetsk og Celtic gerðu svo 1-1 jafntefli í Varsjá í Póllandi. Celtic komst yfir með sjálfsmarki en Mykhailo Mudryk jafnaði metin fyrir Shaktar. Shaktar virtist svo hafa komist yfir en markið var dæmt af vegna naumrar rangstöðu. Klippa: Hápunktar úr leik Shaktar og Celtic Loks vann PSG 3-1 útisigur gegn Maccabi Haifa þar sem þeir Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé skoruðu allir. Klippa: Hápunktar úr leik Maccabi og PSG Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Það var nóg um að vera í Meistaradeildinni og má þar nefna óvænt jafntefli Chelsea gegn Salzburg í fyrsta leiknum undir stjórn Grahams Potter, mikið vítadrama í Skotlandi og frumraun hins 19 ára Ísaks Bergmanns Jóhannessonar í sterkustu félagsliðakeppni heims. Þá skoruðu Messi, Neymar og Mbappé allir fyrir PSG í Ísrael. Úrslitin í gær: AC Milan 3-1 Dinamo Zagreb Shaktar 1-1 Celtic Rangers 0-3 Napoli Chelsea 1-1 Salzburg Real Madrid 2-0 Leipzig Man. City 2-1 Dortmund FCK 0-0 Sevilla Juventus 1-2 Benfica Maccabi Haifa 1-3 PSG Stórleikur kvöldsins var í Manchester þar sem heimamenn unnu 2-1 sigur gegn Dortmund. Jude Bellingham kom Dortmund yfir með frábæru skallamarki og lengi vel virtist það ætla að duga Dortmund. John Stones jafnaði hins vegar metin með þrumuskoti utan teigs, þegar tíu mínútur voru eftir. Þá var enn tími fyrir Erling Haaland til að skora stórbrotið sigurmark eftir fyrirgjöf frá Joao Cancelo en báðar spyrnurnar voru utanfótar. Haaland fagnaði þó ekki markinu, gegn sínu gamla liði. Klippa: Hápunktar úr leik Man. City og Dortmund Chelsea náði aðeins 1-1 jafntefli við austurríska liðið Salzburg, eftir tap gegn Dinamo Zagreb í fyrsta leik. Raheem Sterling kom Chelsea yfir með snotru marki en Salzburg jók á vandræði Chelsea með jöfnunarmarki Noah Okafor korteri fyrir leikslok. Ekki beinlínis úrslitin sem Graham Potter vildi í fyrsta leik sínum sem stjóri Chelsea. Klippa: Hápunktar úr leik Chelsea og Salzburg Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK og Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður, en engum tókst að skora þegar liðið gerði jafntefli við Sevilla á Parken. Þrjú góð færi litu þó dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Klippa: Hápunktar úr leik FCK og Sevilla Real Madrid var lengi að skora gegn Leipzig en að lokum unnu meistararnir 2-0 sigur. Federico Valverde og Marco Asensio skoruðu mörk Real en það seinna var afar snoturt. Klippa: Hápunktar úr leik Real Madrid og Leipzig Juventus tapaði gegn Benfica á heimavelli, 2-1. Arkadiusz Milik kom Juventus yfir með skalla en Benfica jafnaði metin úr vítaspyrnu Joao Mario og komst yfir snemma í seinni hálfleik eftir þunga sókn, með marki David Neres. Bremer fékk dauðafæri til að tryggja Juventus stig í lokin en skaut yfir. Klippa: Hápunktar úr leik Juventus og Benfica AC Milan vann Dinamo Zagreb 3-1. Olivier Giroud kom AC Milan yfir undir lok fyrri hálfleiks, með marki úr vítaspyrnu, og Alexis Saelemaekers bætti við skallamarki í byrjun seinni hálfleiks. Mislav Orsic gaf Dinamo von en Tommaso Pobega innsiglaði sigur Milan með föstu skoti í slá og inn. Klippa: Hápunktar úr leik AC Milan og Dinamo Zagreb Það var nóg að gerast í leik Rangers og Napoli þar sem gestirnir unnu þó að lokum 3-0 sigur. Napoli fékk víti eftir klukkutíma leik, spyrnu sem þurfti svo að endurtaka, en í bæði skiptin varði Allan McGregor í marki Rangers sem þó missti þá James Sands af velli með rautt spjald. McGregor náði hins vegar ekki að verja víti skömmu síðar þegar Matteo Politano kom Napoli yfir, og varamennirnir Giacomo Raspadori og Tanguy Ndombélé innsigluðu svo sigur Napoli í lokin. Klippa: Hápunktar úr leik Rangers og Napoli Shaktar Donetsk og Celtic gerðu svo 1-1 jafntefli í Varsjá í Póllandi. Celtic komst yfir með sjálfsmarki en Mykhailo Mudryk jafnaði metin fyrir Shaktar. Shaktar virtist svo hafa komist yfir en markið var dæmt af vegna naumrar rangstöðu. Klippa: Hápunktar úr leik Shaktar og Celtic Loks vann PSG 3-1 útisigur gegn Maccabi Haifa þar sem þeir Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé skoruðu allir. Klippa: Hápunktar úr leik Maccabi og PSG Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í gær: AC Milan 3-1 Dinamo Zagreb Shaktar 1-1 Celtic Rangers 0-3 Napoli Chelsea 1-1 Salzburg Real Madrid 2-0 Leipzig Man. City 2-1 Dortmund FCK 0-0 Sevilla Juventus 1-2 Benfica Maccabi Haifa 1-3 PSG
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira