Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 12:21 Lindsey Graham er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins fyrir Suður-Karólínu. epa/Jim Lo Scalzo Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira