Erlent

Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Röð tók strax að myndast í gær, þegar gefið var út hvar röðin til að votta drottningunni virðingu sína myndi byrja.
Röð tók strax að myndast í gær, þegar gefið var út hvar röðin til að votta drottningunni virðingu sína myndi byrja. epa/Neil Hall

Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður.

Eiginkonur Karls, Vilhjálms og Harry munu fylgja í bíl.

Mikill viðbúnaður er uppi vegna fyrirætlana um að leyfa almenningi að votta drottningunni virðingu sína í Westminster Hall. 

Fólk hefur verið varað við því að þurfa að bíða í tólf tíma og beðið um að skipuleggja sig vel, ekki síst ef það stendur til að taka með börn. 

Númerum verður deilt út þannig að fólk geti skroppið frá til að fara á salernið og sækja sér mat og drykk. Sjálfboðaliðar munu huga að velferð fólks í röðinni og fyrsta hjálp verður nálæg. Þá munu yfirvöld veita upplýsingar um stöðu raðarinnar á hverjum tíma, hvar tiltekin númer eru nú stödd á leiðinni inn í Westminster Hall.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×