Enski boltinn

Klopp hló að spurningu blaða­manns: „Sástu síðasta leik hjá okkur?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jürgen Klopp talaði hreint út um leikinn gegn Napoli á blaðamannafundi í dag.
Jürgen Klopp talaði hreint út um leikinn gegn Napoli á blaðamannafundi í dag. John Powell/Getty Images

Liverpool steinlá 4-1 þegar lærisveinar Jürgen Klopp heimsóttu Napoli í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Klopp telur það vera verstu frammistöðu liðsins undir sinni stjórn.

Liverpool mætir Ajax á Anfield annað kvöld og var Klopp fyrir spurningum blaðamanna fyrr í dag. Klopp telur tapið gegn Napoli verra en þegar liðið tapaði 7-2 fyrir Aston Villa í október 2020.

„Við verðum að bregðast við, við vitum það,“ sagði Klopp en þjálfarinn sagðist vita að þó lið hans myndi spila betur gegn Ajax þá myndi það ekki tryggja stigin þrjú. Gestaliðið hefur farið frábærlega af stað og unnið alla sjö leiki sína til þessa á leiktíðinni, þar á meðal 4-0 sigur Rangers í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.

„Ég myndi segja að Ajax væri í þveröfugri stöðu miðað við okkur. Þeir eru enn og aftur að byggja upp glænýtt lið en engum að óvörum eru þeir að gera það frábærlega.“

Þá var Klopp að endingu spurður hvort frestun ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi myndi orsaka það að Liverpool gæti dottið úr ryþma. Hann hljó og svaraði um hæl:

„Hvaða ryðma? Við vorum ekki í neinum ryþma. Sástu síðasta leikinn okkar? Að tapa þeim ryþma væri frábært.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×