Erlent

Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hundana fékk Elísabet að gjöf frá Andrési syni sínum og dætrum hans.
Hundana fékk Elísabet að gjöf frá Andrési syni sínum og dætrum hans. AP/Peter Byrne

Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum.

Drottningin átti alls rúmlega þrjátíu corgi-hunda á ævi sinni en hún fékk Muick og Sandy árið 2021. Hundarnir áttu að hjálpa Elísabetu að syrgja eiginmann sinn, Filippus, sem hafði látist nokkrum dögum áður.

Hundarnir munu nú flytja í Royal Lodge þar sem Andrés býr ásamt eiginkonu sinni fyrrverandi, Söru. Samkvæmt BBC var áhugi á hundum eitt af því sem gerði Elísabetu og Söru afar nánar.

Andrés er einnig mikill aðdáandi hundanna.Getty/Geoff Pugh

Drottningin fékk sinn fyrsta corgi-hund, Susan, árið 1944 en þá var hún átján ára gömul. Margir þeirra hunda sem hún átti yfir ævina voru afkomendur Susan.

Einn annar hundur, Candy, var í eigu drottningarinnar er hún lést en ekki kemur fram í grein BBC hvað verður um hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×