Erlent

Vil­hjálmur og Katrín fá nýja titla

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá Vilhjálm, Katrínu og börnin þeirra þrjú. Hjónin eru nú titluð prinsinn og prinsessan af Wales.
Hér má sjá Vilhjálm, Katrínu og börnin þeirra þrjú. Hjónin eru nú titluð prinsinn og prinsessan af Wales. Getty/Pool

Í ávarpi sínu fyrr í kvöld tilkynnti Karl III Bretlandskonungur að Vilhjálmur Prins yrði nýi prinsinn af Wales og kona hans Katrín sömuleiðis prinsessan af Wales. Katrín er sú fyrsta til að bera þann titil síðan Díana prinsessa, móðir Vilhjálms lést árið 1997.

Í ávarpinu tilkynnti Karl einnig að Vilhjálmur tæki við hertogadæminu í Cornwall og verði þar með hertoginn af Cornwall. Fyrir andlát Elísabetar voru Vilhjálmur og Katrín hertoginn og hertogynjan af Cambridge. 

Karl segist í ávarpinu vita að prinsinn og prinsessan af Wales muni nú veita innblástur og vera leiðandi í samskiptum þjóðarinnar og komi málefnum á jaðrinum að og veiti þeim málaflokkum aðstoð.

Konungurinn minntist einnig á son sinn Harry og tengdadóttur Meghan og sagðist senda þeim ást sína „þar sem þau halda áfram að byggja upp líf sitt erlendis.“

Ávarp konungsins í heild sinni má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×